SAGAN MÍN

Aðeins um mig …

Hversdagsfegurðin er alvöru list...

SOLLA MATT
0
Kaffibollar drukknir sinnum trjilljón og einn

Sagan í árum ..

Árið sem ég fæddist

Fyrsta barnið mitt af þremur fæddist og ljósmyndaáhuginn sem hefur blundað í mér frá barnæsku kviknaði að nýju. Ég fékk mér digital vél og fór að mynda lífið í kringum mig. 

Ég útskrifaðist sem snyrtifræðingur og stúdent á sama tíma en eitthvað fannst mér samt vanta…

Ég ákvað að láta drauminn um að læra ljósmyndun rætast og útskrifaðist úr sérnámi ljósmyndunar árið 2012

Ég fór að fikra mig áfram sem starfandi ljósmyndari og tók að mér öll þau verkefni sem mér buðust. Ég kynntist mikið af frábæru fólki og lærði heil ósköp um hinar ýmsu hliðar ljósmyndunar og hvaða verkefni ég hef áhuga á að taka að mér.

Flutti í sveit fyrir norðan og þá fór ég að mynda það sem ég elska sem er fegurðin í hversdagsleikanum…

Ég starfa ennþá sem ljósmyndari en tek einungis verkefni að mér fyrir aðra sem hentar mínum stíl.

Annar draumur rættist þegar ég ákvað að birta sögur um lífið í sveitinni og fegurðina í hversdagsleikanum. Ég væri glöð ef þú hefðir áhuga á að deila efni af síðunni því það gerir mér kleift að koma mínu efni áfram í birtingu. 

Hlý kveðja Solla Matt