VATNIÐ

Í eitt andartak fannst mér ég vera alein í heiminum og kyrrðin sem umvafði mig var engu lík.
Brátt var hugsunum mínum boðið í pásu þegar glaðlegir og orkumiklir krakkar hlupu framhjá mér með miklum æsingi.
Ég rankaði við mér og dró upp Canon vélina og lagðist í leyni við að mynda fegurðina allt í kringum mig.
Hversdagsfegurðin er svo óendanlega undurfögur hugsaði ég þegar ég smellti af og áður en við vissum var dagurinn orðin að kvöldi.