VINÁTTA

SUMARIÐ

Sólin stakk sér niður á Laugar og lýsti þar upp kræsingar í  lófa lítils drengs sem hámaði í sig af mikilli áfergju nýfundin fjársjóð af himneskum rauðum berjum.

Í laumi lágu vonsviknir þrestir sem biðu þess færist að komast aftur á sitt árlega sumar hlaðborð með vinum og ættingjum.

Brátt varð bolurinn sem í eitt sinn var hvítur sem mjöll að abstrakt listaverki með berjaívafi og  hendurnar báru merki þess að hafa verið notaðar sem sandasigti fyrr um daginn.

Litlar berjarauðar hendur toguðu mig áleiðis áfram út daginn  og á meðan skuggar tjránna léku sér við geisla sólarinnar þá flögruðu hugsanir mínar á brott með vindinum.


BESTU VINIR

Það var svo einn fallegan sumardag  árið 2021 að inn á heimilið okkar í sveitinni gekk agnarsmár kolsvartur kettlingarhnoðri.

Þessi pínulitli kettlingur var allt annað en hræddur þegar hann gekk um ákveðin á svip og malandi af velþóknun yfir allri athyglinni sem hann fékk frá okkur öllum

Ekki leið á löngu þar til það varð dagleg sjón að sjá þennan litla en ört stækkandi Mosa elta Ara strákinn okkar út um alla íbúð og fljótlega urðu þeir óaðskiljanlegir.

 

Það var síðan stór dagur hjá okkur fjölskyldunni þegar Mosi fékk í fyrsta skipti að fara út í garð.

Ánægjan í hjarta mér var einlæg þegar ég hugsaði um óhindrað frelsi hans í sveitinni og gleðin var ómælanleg þegar ég sá Mosa litla hverfa mjálmandi úr sjón á óslegnu túninu og Ara koma honum sigri hrósandi til bjargar.

Ari tók hlutverki sínu sem kisuverndara mjög alvarlega og  það var himnesk sjón að sjá þá síðan rölta rólega um nágrennið  á meðan smáfuglarnir flögruðu grimmilegir á svip hærra í trén og héldu samráðsfundi óðamála sín á milli um ógnina svörtu.

Og með vindunum ómuðu útskyringar um hættur heimsins með mildri en ákveðinni barnsröddu sem vakti takmarkaðan áhuga konungsins svarta. 

Ég fann það á skýjunum og með titrandi þunga flögrandi greinanna að ævintýrin væru rétt að byrja.

ljósmyndun #photography
Lítil grein á Bored Panda
Scroll to Top